English below
Við höfum farið í gegnum skápana og fundið til allt það sem við viljum gefa nýtt líf. Fjaðrir, glingur og glamúr verður á fatamarkaði sem Dömur og Herra halda 9. nóvember í Kramhúsinu (Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík).
Við bjóðum öllum að koma og gramsa í gegnum gersemar, finna eitthvað fallegt og taka það heim.
Okkur er annt um umhverfið og viljum endilega gefa öðru sviðslistafólki tækifæri til að koma með sitt djúsí glamúr dót og koma því áfram á næstu svið. Skráning hér fyrir neðan.
Þokki, húmor, töfrar, og undarlegheit! Hvað meira er hægt að biðja um á einni kvöldstund?
Markmiðið er að hressa og daðra með galsafengnu gríni og kynþokkafullri kæti. Búrlesk hópurinn Dömur og herra hefur haslað sér völl á Íslandi með lostafullum og lífsglöðum fjölbragðasýningum sem hafa fallið afar vel í kramið hjá áhorfendum síðan 2017.
Íslenskukunnátta er ekki skilyrði fyrir því að skemmta sér á sýningunum, en þær henta ekki þeim sem eru viðkvæmir fyrir holdlegu gríni og undrum mannslíkamans.
Húllumglaða orkuskotið sem kemur alltaf á óvart.